Líkar ţetta
Skrifađ 26. september, 2011 af Gísla

Þegar ég var að skoða mbl.is þá sá ég þessa sorglegu frétt þar sem að ungur handboltamaður lést í miðjum leik. Eins og svo víða er Líkar þetta (Like hnappur) sem 117 manns höfðu ýtt á. Ég geri mér grein fyrir að þetta ótrúlega þægileg leið til að deila frétt, en mér finnst ótrúlega óviðeigandi að allir þessir aðilar hafi ýtt á hnapp sem er með "thumbs up" og stendur á Líkar þetta. Mér finnst þetta sérstaklega óviðeigandi þar sem að rétt fyrir neðan er Deildu hnappur þar sem hægt er að deila fréttinni. Því miður þegar svona greinar koma þá er það orðið svo sterkt hjá fólki að ýta á Líkar þetta (Like) að það gerir það án þess að hugsa og gera sér grein fyrir því hversu óviðeigandi þetta er.

Til baka

Athugasemdir (0)

Enginn hefur tjáđ sig ennţá