Shop Unit, vefverslun

Shop Unit eru tilbúnar vefverslanir á frábæru verði sem henta vel fyrir lítil fyrirtæki.  Shop Unit er til í tveimur flokkum það er Shop Unit 1 og Shop Unit 2 þar sem síðari kosturinn bíður uppá fleiri möguleika en sá fyrri.  Myndir af þeim útlitum sem í boði eru fyrir Shop Unit má sjá hér að ofan. Sért þú að huga að því að setja þína fyrstu vefverslun á markað, ert þú á réttum stað.

Báðar lausnirnar er hægt að tengja við greiðslusíðu, birgðabókhald og DK reikningakerfi, kostnaður við fyrrgreindar tengingar er ekki innifalin í verði vörunnar þar sem margar leiðir eru í boði og er kostnaður þeirra misjafn eftir hvaða leið er valin.

Shop Unit 1

Er einföld lausn sem inniheldur forsíðu, vörusíðu og vöruflokka síðu auk þess að birtur er dálkur yfir tækniupplýsingar vörunnar. Einfalt er að uppfæra vörulista með innkeyrslu úr excel.

Innifalið í hýsingarpakkanum sem fylgir síðunni eru 10 netföng, MySQL grunnur, 4GB gagnamagn,  vefpósthús, póst stýring og teljari.

Stofngjald er aðeins 129.990kr án vsk. og mánaðagjald 5.990kr án vsk..
Shop Unit 2

Er vefverslun með öllu sem þú þarft, forsíða, vörusíða, vöruflokkasíða, hægt er að velja vörur eftir stærð og lit. Þá er boðið uppá eiginleikatöflu þar sem lista má frekar eiginleika vörunnar. Á síðunni er einnig boðið uppá ábendingar um tengdar vörur. Einfalt er að uppfæra vörulista með innkeyrslu úr excel.

Hægt er að safna vörunum saman í körfu, haldið er utan um viðskiptamannaskrá auk þess sem boðið er uppá að setja vörurnar fram í fleiri en einum gjaldmiðli.

Innifalið í hýsingarpakkanum sem fylgir síðunni eru 20 netföng, MySql grunnur, 5GB gagnamagn,  vefpósthús, póststýring og teljari.

Stofngjald er aðeins 239.990kr án vsk. og mánaðagjald 8.990kr. án vsk.

Vefverslun

Hjá Unit er ekki aðeins boðið uppá þessi útlit á vefverslanir, sé ákveðið að fá sérsmíðaða vefverslun eru ótal lausnir í boði, jafnt þegar það kemur að uppsetningu og útliti.

Unit hefur gert fjöldann af vefverslunum fyrir tískufataverslanir, raftækjasala  og svo mætti lengi telja. Hafa viðskiptavinir Unit verið mjög ánægðir með vefverslanir sínar og hafa rómað þeim fyrir einfalt og þægilegt notendaviðmót.

Ótal möguleikar eru í boði þegar það kemur að því að tengja vefverslunina við greiðslugáttir, birgðabókhald eða reikningakerfi.

 Ef þú ert að leita að vefverslun hafðu samband og við bókum fund þar sem leitað er að hentugustu lausninni fyrir þig.

 

Viltu meiri upplżsingar?

Sendu okkur nafn, netfang, sķmanśmer og fyrirtęki og viš höfum samband viš žig.